sudurnes.net
Færa lífeyrisréttindi vegna fjárfestinga í USi - Festa einn af stærstu hluthöfunum - Local Sudurnes
Festa lífeyrissjóður heldur utan um tæplega 4% hlut í kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Lífeyrissjóðurinn, sem er með höfuðstöðvar í Reykjanesbæ er því 6. stærsti hluthafi fyrirtækisins, samkvæmt lista sem birtur er á heimasíðu United Silicon. Þá heldur Frjálsi lífeyrissjóðurinn einnig utan um hlut í fyrirtækinu, en sá sjóður á 5,5 %. Festa lífeyrissjóður varð til við sameiningu Lífeyrissjóðs Suðurlands og Lífeyrissjóðs Vesturlands árið 2006, en við sameininguna varð til sjóður sem telur um 4.000 félaga. Undanfarið hafa farið fram umræður um færslu lífeyrisréttinda og séreignasparnaðar í hópnum Andstæðingar stóriðju í Helguvík, en í umræðunum er fólk hvatt til að skipta ekki við þá sjóði sem fjárfesta í stóriðjuverkefnum og bent á leiðir til þess að koma því í framkvæmd. Særstu hluthafar United Silicon: 1 Kísill Ísland hf. 2.338.563.134 36,59478% 2 Kísill III slhf. 1.974.465.000 30,89722% 3 Arion banki hf. 698.372.058 10,92841% 4 USI Holding B.V. 448.534.910 7,01885% 5 Frjálsi lífeyrissjóðurinn 356.827.507 5,58378% 6 Festa Lífeyrissjóður 233.710.036 3,65719% Meira frá SuðurnesjumÍslenskir lífeyrissjóðir og banki á meðal stærstu hluthafa USi – Sjáðu listann!Ekkert fékkst upp í kröfur í röð gjaldþrotamálaMagnús Garðarsson: ” Arion banki vill eignast allt félagið án þess að borga fyrir það”Hlut­hafar United Sil­icon hafa að öllum lík­indum tapað eign­ar­hlut sínumBaráttan [...]