Nýjast á Local Suðurnes

Sigurvegari The Bachelor skemmti sér með flugliðum WOW-air – Myndband!

Mynd: Skjáskot ABC tv

Piparsveinninn fyrrverandi, Arie Luyendyk Jr. mætti ásamt unnustu sinni hingað til lands á dögunum og gerði hið nýtrúlofaða par sér meðal annars glaðan dag í Bláa lóninu eftir stórskemmtilegt ferðalag um Ísland.

Unnustan gerði sér þó sérstaklega glaðan dag þegar haldið var af landi brott til Barcelona með íslenska lággjaldaflugfélaginu WOW-air og fékk flugliða félagsins í lið með sér, eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.