Nýjast á Local Suðurnes

Skiltin innan veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar – “Staðsetningin mjög slæm”

Vegagerðin fjarlægði sem kunnugt er viðvörunarskilti sem félagar í framkvæmdarhóp “Stopp-Hingað og ekki lengra!” höfðu sett upp á tveimur stöðum við Reykjanesbraut. Skiltin voru fjarlægð þar sem þau voru innan veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar.

Veg­helg­un­ar­svæði Vega­gerðar­inn­ar við þjóðvegi nær yf­ir­leitt á milli 15 til 30 metra frá miðlínu veg­ar í hvora átt og  óheim­ilt að setja upp skilti á þessum ­svæðum nema í sam­ráði við Vega­gerðina, ekki var haft samráð við Vegagerðina þegar umrædd skilti voru sett upp.

 „Það má ekki setja upp skilti á þess­um stað og staðsetn­ing­in á því var mjög slæm,“ seg­ir G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar við mbl.is, en annað skiltið var staðsett við hring­torg. „Það eru dæmi um að menn hafi sett upp svona skilti tíma­bundið en það er þá gert í sam­komu­lagi við okk­ur og í sam­ræmi við regl­ur þar sem skilt­in skapa ekki hættu,“ seg­ir hann.