Nýjast á Local Suðurnes

Stofnhús byggir um 150 íbúðir á Ásbrú

Kadeco, Þró­un­ar­fé­lag Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, Reykja­nes­bær og bygg­inga­fé­lagið Stofn­hús hafa undirritað samning um þróun og upp­bygg­ingu íbúðabyggðar á svo­nefnd­um Suður­braut­ar­reit á Ásbrú. Gert er ráð fyr­ir lág­reistri byggð fjöl­býl­is­húsa og munu í upp­hafi vera byggðar að lág­marki 150 íbúðir.

Reit­ur­inn sem um ræðir er miðsvæðis á Ásbrú og um 33 þúsund fer­metr­ar að flat­ar­máli. Deili­skipu­lag um svæðið verður gert á grunni nýs ramma­skipu­lags fyr­ir Ásbrú þar sem gert er ráð fyr­ir byggð í anda þess byggðamynst­urs sem fyr­ir er á svæðinu, segir í tilkynningu frá Kadeco

Áhersla er meðal ann­ars lögð á blágræn­ar of­an­vatns­lausn­ir og grænt og barn­vænt um­hverfi. Gert er ráð fyr­ir að deili­skipu­lag fyr­ir reit­inn verði kynnt og aug­lýst næsta vet­ur. Þess er vænst að upp­bygg­ing geti haf­ist fljót­lega í kjöl­farið, segir einnig í til­kynn­ingunni.