Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar næla í fyrrverandi leikmann L.A. Lakers

Karlalið Kefla­vík­ur í körfuknatt­leik hefur gangð frá samn­ing­um við fyrr­um leik­mann NBA-liðsins LA Lakers sam­kvæmt frétt mbl.is.

Leikmaður­inn sem um ræðir heit­ir Chu Maduab­um en hann var val­inn í nýliðavali af Lakers árið 2011.

Hann skipti þó fljót­lega yfir til Den­ver Nug­gets en fékk ekki tæki­færi í deild­inni. Maduab­um er 2,07 sentí­metr­ar á hæð og spil­ar í stöðu miðherja.

Maduab­um lék á síðustu leiktíð í Eistlandi og skoraði 7,6 stig að meðaltali í leik og tók 5.1 frá­kast.