Nýjast á Local Suðurnes

Samið við Buzz um rekstur auglýsingabiðskýla

Samningur við fyrirtækið Buzz, um rekstur auglýsingabiðskýla á biðstöðvum í Reykjanesbæ, var lagður fyrir umhverfis- og skipulagsráð sveitarfélagsins. Samningurinn gengur út á það að Buzz fær einkarétt til reksturs umræddra biðskýla og sölu auglýsinga á biðskýli í Reykjanesbæ.

Buzz mun þannig fjármagna rekstur götugagnanna með sölu auglýsinga báðu megin á annan gafl biðskýlanna.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.