Nýjast á Local Suðurnes

Römpum upp Ísland gengið einna best í Reykjanesbæ

Verkefnið Römpum upp Ísland hefur gengið einna best í Reykjanesbæ af þeim sveitarfélögum sem taka þátt. Reistir hafa verið rampar og skábrautir við fjöldan allan af verslunum, veitingahúsum og annarri þjónustu sem ætluð er almenningi.

Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þess konar starfssemi.  Samstarf Reykjanesbæjar og Römpum upp Ísland hófst fyrr á þessu ári og hefur samvinnan gengið með ódæmum vel.

Alls eru 39 rampar komnir upp í Reykjanesbæ. Römpum upp Ísland settu sér það markmið að klára 1.000 rampa á 5 árum um landið allt og fékk Reykjanesbær úthlutað 52 af þeim.

Þorleifur Gunnlaugsson er formaður stjórnar átaksins Römpum upp Ísland, en sonur hans Haraldur átti frumkvæðið að verkefninu. Það hefur verið einstaklega ánægjulegt að vinna að aðgengismálum í Reykjanesbæ og hvergi hefur Römpum upp Ísland fengið betri viðtökur þó allstaðar hafi þær verið góðar. Þetta segi ég ekki eingöngu vegna þess að bærinn hefur boðið starfsmönnum okkar í hádegismat alla daga þegar þeir hafa rampað þar, heldur einnig vegna þess mikla skilnings sem Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar og aðrir bæjarfulltrúar hafa sýnt.” Segir Þorleifur í tilkynningu sem birt er á vef Reykjanesbæjar.