Nýjast á Local Suðurnes

Ölvaður ók á fiskikar og girðingu

Ökumaður um tvítugt sem ók út af á Vatnsleysustrandarvegi um helgina, með þeim afleiðingum að bifreið hans hafnaði á fiskikari og girðingu, var grunaður um að vera undir áfengisáhrifum við aksturinn.

Þá hafði lögreglan á Suðurnesjum afskipti af öðrum ökumanni, einnig um tvítugt, sem aldrei hafði öðlast ökuréttindi.

Þriðji ökumaðurinn sem lögregla stöðvaði var grunaður um fíkniefnaakstur og farþegi sem var með honum í bílnum var með fíkniefni í fórum sínum.

Loks voru þrír ákærðir fyrir of hraðan akstur.