Nýjast á Local Suðurnes

Stórsigur hjá Keflavík í fyrsta leik

Keflvíkingar fara vel af stað í Lengjudeildinni í knattspyrnu, en liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Aftureldingu með fimm mörkum gegn einu.

Nacho Heras skoraði fyrsta markið í leiknum í gærkvöldi og þeir Adam Árni Róbertsson, Sindri Þór Guðmundsson, Josep Gibbs og Helgi Þór Jónsson skoruðu hin mörkin fjögur.