Nýjast á Local Suðurnes

Ástralska markamaskínan framlengir


Ástralinn Joey Gibbs hefur framlengt samning sínum við Knattspyrnudeild Keflavíkur út tímabilið 2022.

Joey er búinn að vera frábær á þessu tímabili hjá Keflavík og er markahæstur í Lengjudeildinni með 11 mörk. Joey er ekki bara frábær fótboltamaður heldur hefur hann smell passað í hópinn okkar og kann vel við sig á Íslandi, segir í tilkynningu frá Keflavík.