Nýjast á Local Suðurnes

Tónlistarskólinn starfar í samkomubanni

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar starfar á meðan á samkomubanni stendur. Þar verður ekki starfsdagur á morgun, mánudaginn 16. mars, líkt og í öðrum skólum á Suðurnesjum. Tónleikum framhaldsnemenda sem til stóð að halda á mánudag verður frestað fram yfir páska.

Hóptímar, það er allar tónfræðagreinar, hljómsveitaæfingar, samspilsæfingar, opnar söngdeildir, lestrartímar söngdeilda og hóptímar Suzukideildar haldast óbreyttir, en sumt verður með öðru sniði en verið hefur eða í öðrum rýmum skólans. Þá er bent á í tilkynningu að tónlistartímar sem að venju fara fram í grunnskólum færast nú yfir í Hljómahöll.

Í öllum tilfellum verður tekið fullt mark á fyrirmælum stjórnvalda um dreifingu, til að mynda verða 2 metrar á milli fólks.

Nánari upplýsingar eru á vef tónlistarskólans.

Með því að smella á þennan tengil opnast vefur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar