Nýjast á Local Suðurnes

Umdeildasta mark íslenskrar knattspyrnusögu rifjað upp – Myndband!

Eitt umdeildasta mark íslenskrar knattspyrnusögu leit dagsins ljós á þessum degi fyrir 10 árum, en þá skoraði Bjarni Guðjónsson sigurmarkið í 2-1 sigri ÍA á Keflavík í 9. umferð Landsbankadeildarinnar 2007. Markið kom í kjölfar þess að leikmaður Akraness meiddist og Keflvíkingar höfðu spyrnt knettinum út af svo hægt væri að huga að meiðslum leikmannsins.

Atburðarásin á eftir líður mönnum seint úr minni, en Skagamenn tóku innkastið og boltinn barst á Bjarna sem skaut honum frá miðju, í boga yfir Ómar Jóhannsson, markvörð Keflvíkinga, og í netið.

Þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka tók Bjarni á sprett til búningsherbergja með Keflvíkinga á hælunum, en skömmu fyrir lokaflautið sagði dómarinn honum að hlaupa til búningsherbergja, þar sem sauð upp úr.

Fótbolti.net og Vísir.is gera málinu góð skil á vefjum sínum í dag og er hægt að sjá myndbönd af atburðinum og því sem fylgdi í kjölfarið á báðum miðlum.