Nýjast á Local Suðurnes

Haukur Helgi og Hörður Axel sjá um Körfuboltasumar KKÍ

Magnús, til hæri á myndinni, hefur átt afar farsælan feril

Landsliðsmennirnir Haukur Helgi Pálsson, sem leikur með Njarðvík og Hörður Axel Vilhjálmsson, sem nýlega skrifaði undir fjögurra ára samning við Keflavík munu sjá um verkefni á vegum KKÍ í sumar, sem nefnist Körfuboltasumarið 2016, auk þeirra mun Martin Hermannsson leikmaður LIU Brooklyn Blackbirds koma að verkefninu. Verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði FIBA Europe (FIBA Europe Development Fund).

Fyrsti áfangi verkefnisins snýst um að A-landsliðsfólk heimsæki þau félög sem eru með sumaræfingar og eða námskeið.

Annar áfangi verkefnisins snýst um að setja á laggirnar götukörfuboltamót á vegum KKÍ og ef vel tekst til verður þeim fjölgað á næsta ári.

Í þriðja áfanganum verða búin til myndbönd með landsliðsfólkinu okkar þar sem þau gera sínar uppáhaldsæfingar og eða sýna hvernig þau æfa á sumrin. Myndbönd þessi verða gerð aðgengileg á netinu og munu þau auka aðgengi ungra iðkenda að skemmtilegum og flottum æfingum sem þau geta gert sjálf.