Nýjast á Local Suðurnes

HS Orka með virkjunaráform í Biskupstungum

HS Orka áform­ar að reisa um 9 MW rennslis­virkj­un í efri hluta Tungufljóts í Bisk­upstung­um, Brú­ar­virkj­un, og hef­ur Mann­vit lagt fram til­lögu að matsáætl­un fyr­ir hönd fyr­ir­tæk­is­ins.

HS-Orka er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum er unnið af Mannviti.
Í tillögu að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd lýst og fjallað um þá umhverfisþætti sem teknir verða fyrir í mati á umhverfisáhrifum. Einnig er greint frá því hvaða gögn eru fyrir hendi og verða nýtt við matið og hvaða athuganir er fyrirhugað að ráðast í sérstaklega í tengslum við mat á umhverfisáhrifum. Öllum er frjálst að senda inn ábendingar eða athugasemdir til Skipulagsstofnunar, segir á vef HS Orku, en þar má einnig finna tillögu að matsáætluninni.

Orku­öfl­un HS Orku hef­ur til þessa að mestu byggst á jarðvarma­virkj­un­um, það er orku­veri í Svartsengi og Reykja­nes­virkj­un. Þær eru grunnafls­virkj­an­ir sem starf­rækt­ar eru ná­lægt málafli allt árið þar sem þær henta síður til að fylgja breyti­legu álagi, seg­ir í til­lög­unni.

Fyr­ir­tækið hef­ur í seinni tíð gert samn­inga um kaup á orku frá litl­um vatns­afls­virkj­un­um til að styrkja stöðu sína á raf­orku­markaði og með Brú­ar­virkj­un er fetað áfram þá slóð.