Nýjast á Local Suðurnes

Nýr leikskóli fær nafn

Starfsfólk, börn og foreldrar nýs leikskóla, sem nú rís í Hlíðahverfi, hafa fengið tækifæri til að koma með hugmynd að nafni fyrir þennan glæsilega skóla og varp nafnið Asparlaut fyrir valinu. Fjöldamargar tillögur bárust til skólastjórnenda.

Skólastjórnendum og starfsfólki finnst mikilvægt að nafnið sé einstakt og finnist ekki á öðrum stöðum á landinu, eins og þekkist með nafn Garðasels, en nemendur þess skóla munu flytjast í hið nýja húsnæði, sem oft er ruglað saman við leikskólann Garðasel á Akranesi og leggja skólastjórnendur til að leikskólinn fái nafnið Asparlaut.

Grænn litur og lerki mun einkenna skólann að utan og einnig munu þau áhrif sjást vel að innanverðu. Hugmyndin hjá arkitektum er að skapa náttúrulega og notalega stemningu í húsnæðinu sem minnir á þá fegurð og andrúmsloft líkt og skapast inni í skógi. Náttúrulegir litir sem finnast í skógum munu skapa þetta rólega og fallega andrúmsloft, bæði hjá starfsfólki og börnum, segir í fundargerð menntaráðs, sem fjallaði um málið og samþykkti nafnið.