Margar spennandi stöður lausar á HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja auglýsir margar spennandi stöður sem eru lausar til umsókna. Bæði er um að ræða framtíðarstörf og sumarafleysingar, fyrir lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og nema.
Stofnunin kynnti á dögunum niðurstöður þjónustukönnunar sem framkvæmd var undir lok síðasta árs, en þar kom fram að um helmingur þeirra tæplega 1.000 manns sem tóku þátt í könnuninni er ánægður með þjónustuna sem þar er veitt, en stofnunin fékk 2,57 í meðaleinkun af fimm mögulegum.
Hér má sjá þau störf sem liggur á að manna:
Sérfræðingur í lyf- og meltingarlækningum
Hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarfræðinemar – Heimahjúkrun – Sumarafleysing
Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar – Heimahjúkrun – Sumarafleysing
Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar – Víðihlíð Grindavík – Sumarafleysingar