Nýjast á Local Suðurnes

Fór úr tæpum 6.000 krónum í 434.000 krónur

Tekjustofn vegna sérstaks strandveiðigjalds var kynntur á fundi atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar á dögunum og hefur upphæðin hækkað töluvert miðað við undanfarin ár.

Reykjanesbær fékk 433.609 krónur í ár samanborið við rétt rúmar 6.000 krónur á síðasta ári. Árið 2020 var hlutur Reykjanesbæjar um 1.000 krónur og árið 2019 heilar 498 krónur.