Nýjast á Local Suðurnes

Ellert Eiríksson látinn

Ellert Eiríksson, fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er látinn, 85 ára að aldri. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja síðastliðinn sunnudag.

Eftirlifandi eiginkona Ellerts er Guðbjörg Sigurðardóttir. Þau eignuðust saman dótturina Guðbjörgu Ósk, en börn Ellerts frá fyrra hjónabandi eru Eiríkur, sem er látinn, Jóhannes og Elva. Börn Guðbjargar eru Sigurður Ingi, Páll og Una Björk.

Útför Ellerts verður frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 23. nóvember klukkan 13.