Nýjast á Local Suðurnes

Methagnaður hjá Skólamat

Fyrirtækið eldar daglega átta þúsund máltíðir

Skólamatur hagnaðist um 48 milljónir króna á síðasta ári og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri. Hagnaðurinn árið 2013 var þrjár milljónir og 30 milljónir árið 2012. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu

“Við höfum verið í massívum aðgerðum að ná utan um kostnað en samt að halda uppi ánægju viðskiptavina. Við höfum náð miklum árangri þar meðal nemendanna sjálfra, heimilanna og skólanna,” segir Jón Axelsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Skólamatur, sem stofnaður var árið 2000, eldar daglega átta þúsund máltíðir ofan í grunnskólabörn á Reykjanesi, í Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði.

Fram kemur í Fréttablaðinu að eignir fyrirtækisins nemi 267 milljónum og munar þar mest um hækkun á handbæru fé sem nam 72 milljónum króna og hækkaði það um 40 milljónir milli ára. Arðsemi eigin fjár nam 65 prósentum og eiginfjárhlutfall 28 prósent.

skolamatur jón

Jón Axelsson Framkvæmdasjóri