Nýjast á Local Suðurnes

Tíu starfsmenn Isavia á fullu við að finna bílastæði fyrir farþega

Tíu starfs­menn Isa­via eru að störf­um á bílastæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að leiðbeina fólki og leggja bíl­um. Isa­via hef­ur í dag hvatt þá sem eru að fara í flug til að láta aka sér að Leifs­stöð, taka rútu, strætó eða leigu­bíl þar sem lang­tíma­stæðin eru orðin full.

„Það var fyr­ir­séð að það yrði mik­il um­ferð,“ seg­ir Guðni Sig­urðsson, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via við mbl.is. Stæðunum hef­ur verið fjölgað um 350 frá síðustu pásk­um eða um 15%. Að auki var bætt við 600 stæðum sér­stak­lega til að mæta hinni gríðarlegu páskaum­ferð. „Það reynd­ist ekki nóg. Þannig að nú erum við að tala um 25-30% yf­ir­bók­un á stæðunum sem er meiri aukn­ing en við gerðum ráð fyr­ir. Þarna eru meira en 50% fleiri bíl­ar en í fyrra.“ Í fyrra voru bíl­arn­ir á stæðinu 2000 og nú eru þeir um 3000.

Eng­inn hef­ur misst af flugi vegna þessa vanda­máls. Guðni seg­ir tíu starfs­menn Isa­via hafa aðstoðað bíl­stjór­ana við að finna bíl­un­um pláss.