Nýjast á Local Suðurnes

Flugvélar Keilis kyrrsettar

Mynd: Keilir

Útrunnin réttindi tæknistjóra Flugakademíu Keilis urðu til þess að Samgöngustofa kyrrsetti á dögunum flugvélar ademíunnar, en tæknistjórinn hafði þar með ekki réttindi til að skrifa upp á að vélarnar væru í lagi. Hjálmar Árnasson framkvæmdastjóri Keilis segir málið grafalvarlegt.

Hjálmar segist hafa frétt af málinu fyrir nokkrum dögum. Hann segir að tíu vélar séu í flugflota akademíunnar og að einhver hluti þeirra hafi verið kyrrsettur – hann sagist þó ekki telja að það hafi átt við um þær allar. Ástæðan hafi verið sú að tæknistjóri akademíunnar hafi gleymt að endurnýja skírteinið sem veitir honum réttindi til að skrifa upp á að vélarnar séu í lagi og hæfar til flugs.

Það er RÚV sem greindi frá málinu í morgun.