Nýjast á Local Suðurnes

Hafa selt jafnmargar íbúðir í ár og seldust allt síðasta ár

Sala íbúða hjá fast­eignaþró­un­ar­fé­lag­inu Ásbrú ehf. á Ásbrú í Reykja­nes­bæ hef­ur gengið von­um fram­ar það sem af er ári, en fyrirtækið hefur selt um 20 íbúðir það sem af er ári, sem er sama sala og allt árið í fyrra.

Fram­kvæmda­stjóri fyrirtækisins seg­ir í sam­tali við Viðskiptablað Morgunblaðsins að ástæðurn­ar séu marg­vís­leg­ar. Lík­lega sé lægra vaxta­stig en áður í land­inu nú um stund­ir þó stærsta ástæðan fyr­ir því hve vel sal­an gangi. Auk þess séu íbúðirn­ar ný­upp­gerðar, aðlaðandi og á góðu verði.