Nýjast á Local Suðurnes

Fjórir af grindvískum togara í einangrun í Eyjum

Alls voru 17 af 20 skip­verj­um úr Hrafni Svein­bjarn­ar­syni GK-255 veik­ir og þrír mikið veik­ir þegar tog­ar­inn lagði að bryggju í Vest­manna­eyj­um í gær­kvöldi.

Fjórir skipverjar voru teknir í land og komið fyrir í farsóttarhúsi vegna veikinda þeirra. Aðrir skipverjar eru um borð í skipinu í svokallaðri biðkví á meðan málið er til rannsóknar og fer enginn frá borði fyrr en niðurstaða liggur fyrir.

Ekki hefur verið staðfest að veikindin stafi af smiti vegna kórónaveirunnar heldur er um varúðarráðstöfun að ræða vegna útbreiðslu hennar.

Frá þessu er greint á vef Vísis.