Nýjast á Local Suðurnes

Benni Kalli fræddi Grindvíkinga um slysahættur í umferðinni

Berent Karl Hafsteinsson mætti og ræddi við 10. bekkinga í Grindavík um slysahættur í umferðinni og þá einkum í tengslum við bifhjól.

Benni Kalli eins og hann er jafnan kallaður var aðeins tvítugur þegar hann lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi eftir ofsaakstur á Akranesi fyrir um 20 árum. Hann var heppinn að halda lífi en braut nærri fjórða hvert bein í líkamanum og missti vinstri fótlegginn.

Í dag hefur hann atvinnu af forvörnum og ræðir um reynslu sína við nemendur í grunn- og framhaldsskólum um allt land.