Nýjast á Local Suðurnes

Nóg að gera hjá björgunarsveitum

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Björg­un­ar­sveit­ir á Suðurnesjum höfðu í nógu að snú­ast seinnipart­inn í dag og í kvöld, en á fimmta tug aðstoðarbeiðna bárust björg­un­ar­sveit­um vegna ófærðar.

Mest var um að vera á Grinda­vík­ur­vegi. Það var þó nokk­ur ófærð þar, mik­ill skafrenn­ing­ur og lé­legt skyggni þannig að það varð til nokk­ur hundruð metra löng bílaröð þar sem þurfti að greiða úr, var haft eftir björgunarsveitarfólki á vef mbl.is. Vega­gerðin lokaði veginum um tíma á meðan greitt var úr málum með aðstoð snjóruðningstækja.