Nóg að gera hjá björgunarsveitum

Björgunarsveitir á Suðurnesjum höfðu í nógu að snúast seinnipartinn í dag og í kvöld, en á fimmta tug aðstoðarbeiðna bárust björgunarsveitum vegna ófærðar.
Mest var um að vera á Grindavíkurvegi. Það var þó nokkur ófærð þar, mikill skafrenningur og lélegt skyggni þannig að það varð til nokkur hundruð metra löng bílaröð þar sem þurfti að greiða úr, var haft eftir björgunarsveitarfólki á vef mbl.is. Vegagerðin lokaði veginum um tíma á meðan greitt var úr málum með aðstoð snjóruðningstækja.