Nýjast á Local Suðurnes

Humarréttur sem leikur við bragðlaukana – Geggjuð uppskrift!

Páskar eru fínt tækifæri til að gera vel við sig og fjölskylduna í mat og drykk og ef eitthvað á vel við þá er það humar.

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að það er flott úrval af humri hjá Fiskbúð Reykjaness, sem fær sínar afurðir í þessari deild frá öðru Suðurnesjafyrirtæki, Humarsölunni. Allar stærðir og gerðir af humri eru á boðstólnum auk humarsúpu og humarsoð.

Hér fyrir neðan má finna uppskrift að góðri humarsúpu fyrir 8 manns:

Humarsúpa eða humarsoð 750ml pakkning,
1kg skelfléttur humar,
1/2 blaðlaukur
3 hvítlauksgeirar
1 líter af rjóma
1 msk olíu
50 gr af ferskri steinselju.

Aðferð:
Blaðlaukur, hvítlaukur og steinselja skorin smátt, humarsúpa/soð sett í pott auk rjómans og það hitað upp á lágum hita.


Þegar soðið eða súpan hefur bráðnað í pottinum er grænmetinu bætt út í, því leyft að malla saman í um 20 mínútur.

Humarinn steiktur á pönnu uppúr smjöri og kryddaður með hvítlauks kryddi eftir þörfum. Humri að lokum bætt út í.
Borið fram með góðu brauði og þeyttum rjóma ofan á.