Nýjast á Local Suðurnes

Suðaustan stormur í kortunum

Veðurstofan spáir Suðaustan stormi, 20-28 m/s, á morgun miðvikudag og hefur gefið út gula veðurviðvörun, hvassast verður með suðurströndinni, gangi spáin eftir.

Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll og því varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Afmarkaðar samgöngutruflanir líklegar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón, segir á vef Veðurstofunnar.