Fluttur á Landsspítala eftir fall úr rólu
Flytja þurfti lítinn dreng með sjúkrabifreið frá Keflavík á Landspítala í Reykjavík eftir að hann hafði dottið úr rólu og rotast í vikunni.
Samkvæmt upplýsingum sem lögreglan á Suðurnesjum aflaði sér um líðan drengsins nokkru eftir atvikið var hann orðinn hress og kominn heim.