Nýjast á Local Suðurnes

Dósasel lokað í nokkra daga vegna flutninga

Endurvinnslan Dósasel verður lokuð í nokkra daga vegna flutninga, en endurvinnslan mun flytja starfsemi sína frá Iðavöllum að Hrannargötu 6 í Reykjanesbæ.

Hægt er að fylgjast með framvindu mála á Facebook-síðu Dósasels, en þar verður tilkynnt hvernær starfsemin fer í gang á ný.