Nýjast á Local Suðurnes

Lögðu hald á um 70 kannabisplöntur í heimahúsi

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í heimahúsi í umdæminu í fyrradag. Þegar lögreglumenn bar að húsnæðinu lagði þaðan mikla kannabislykt. Húsráðandi heimilaði leit og fundust þá nær 50 plöntur í ræktunartjöldum í bílskúr, svefnherbergi og á gangi húsnæðisins. Auk þess voru nær 20 plöntur í þurrkun í fataherbergi. Loks voru kannabisefni á stofuborði húsnæðisins. Húsráðandi var handtekinn á vettvangi og viðurkenndi hann eign sína á ræktuninni.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-500.  Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.