Nýjast á Local Suðurnes

Sigur í fyrsta leik hjá ungu liði Keflavíkur

Keflavíkurstúlkur léku sinn fyrsta leik í deildarkeppninni í gærkvöldi þegar þær sóttu Álftanes heim. Ungt lið Keflavíkur hefur vakið mikla athygli, enda verið nær óstöðvandi á undirbúningstímabilinu. Liðið leikur í B-riðli 1. deildar.

Og það er óhætt að segja að stúlkurnar hefji tímabilið á sömu nótum og þær enduðu undirbúningstímabilið, en þær Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir og Kristrún Ýr Holm tryggðu Kefla­vík 2-1 útisig­ur þessum í fyrsta deildarleik sumarsins, eftir að Álftanes hafði komist yfir með marki úr vítaspyrnu snemma leiks.