Nýjast á Local Suðurnes

Sveindís Jane skoraði í glæsilegum sigri á Portúgal

Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eitt marka íslenska U-17 landsliðsins, þegar liðið vann glæsilegan 4-1 sigur á Portúgal í undankeppni EM í dag.

Ísland hafnaði í öðru sæti riðilsins með sex stig en Spánn vann riðilinn með sjö stig. Sigurinn dugði þó ekki til þess að komast í lokakeppni mótsins þar sem einungis eitt lið fer áfram úr riðlinum og leikur í lokakeppninni.