Nýjast á Local Suðurnes

Fáir Suðurnesjamenn á lista Viðreisnar – Jóhannes Kristbjörnsson skipar 2. sæti

Fáir Suðurnesjamenn munu prýða efstu sætin á lista Viðreisnar fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara í haust, en Jóhannes Albert Kristbjörnsson, lögfræðingur úr Reykjanesbæ mun skipa annað sæti listans, samkvæmt heilmildum Suðurnes.net.

Sömu heimildir herma að listinn hafi átt að vera tilbúinn fyrir nokkru síðan, en það hafi tafist, meðal annars vegna þess að erfitt hafi reynst á fá Suðurnesjamenn á listann. Listinn verður þó kynntur fljótlega.

Um 30 manns ættu á kynningarfund, sem flokkurinn hélt í Reykjanesbæ í apríl síðastlinum, hvar stefnumál flokksins voru kynnt. Fylgi flokksins á landsvísu mældist 12,2% ísíðustu könnun Gallup á fylgi stjórnmálaflokkana.