Nýjast á Local Suðurnes

113 kusu í prófkjöri Pírata – Smári McCarthy efstur á lista

Mynd: Smarimaccarthy.is

Prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi er lokið og liggur listi fyrir. Einn aðili dró framboð sitt til baka og voru niðurstöður kosninga endurreiknaðar með tilliti til þess.

Samkvæmt heimasíðu Pírata er listinn er birtur með fyrirvara um að hann kunni að breytast, enda á kjördæmisráð eftir að tala við alla frambjóðendur og staðfesta að þeir taki sínu sæti. Ef frambjóðendur vilja færa sig neðar á lista eða fara af lista mun hann breytast og vera uppfærður í kjölfarið.

113 manns kusu í prófkjörinu. 413 voru með kosningarétt, 185 voru skráðir í kosningakerfið.

Hér gefur að líta niðurstöður kosninganna.

1. Smári McCarthy

2. Oktavía Hrund Jónsdóttir

3. Þórólfur Júlían Dagsson

4. Álfheiður Eymarsdóttir

5. Elsa Kristjánsdóttir

6. Kristinn Ágúst Eggertsson

7. Trausti Björgvinsson

8. Albert Svan

9. Valgarður Reynisson

10. Kári Jónsson