Nýjast á Local Suðurnes

Bifreið á lélegum dekkjum endaði á toppnum

Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum  í vikunni sem flest voru rakin til hálku á vegum. Þau voru ekki stórvægileg og engin alvarleg slys á fólki.

Þó valt bifreið út af Garðvegi og endaði á toppnum. Ökumaður slapp ómeiddur. Mikil hálka var á veginum og dekkjabúnaður bifreiðarinnar ekki sem skyldi.