Nýjast á Local Suðurnes

Gísli og Hafsteinn leggja flauturnar á hilluna

Gísli H. Jó­hanns­son og Haf­steinn Ingi­bergs­son munu ekki dæma á Íslands­mót­inu í hand­knatt­leik sem hefst í septembermánuði. Þeir hafa ákveðið að hætta dómgæslu eft­ir 34 ár, en á þeim tíma hafa þeir dæmt um 1.700 kapp­leiki í öll­um ald­urs­flokk­um í hand­knatt­leik.

Þeir Gísli og Hafsteinn hafa staðið í eld­lín­unni í úr­slita­leikj­um jafnt í úr­slit­um Íslands­móts­ins og í bik­ar­keppn­inni. Auk þess hef­ur Gísli verið afar virk­ur í fé­lag­skap dóm­ara. Mbl.is greindi frá.