Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjamenn í fyrsta sæti í jeppaflokki á Sauðárkróki

Sigurður og Jón aka löglega á virkum dögum en eins og vitleysingar um helgar það hefur skilað þeim góðri stöðu á Íslandsmótinu í rallý

Jón B. Hrólfsson og Sigurður A. Pálsson lentu í fyrsta sæti í jeppaflokki og 5. sæti samanlagt í Kaffi-Króks rallinu sem fram fór á Sauðárkróki um helgina.

Jón ekur á Jeep Chereokee með Sigurð sér til aðstoðar og hafa þeir félagar staðið sig vel hingað til á Íslandsmótinu í rallakstri og eru um þessar mundir í 3ja sæti til Íslandsmeistara í jeppaflokki.