Nýjast á Local Suðurnes

Segja Wizzair íhuga að opna bækistöð á KEF

Ungverska lággjaldaflugfélagið Wizz Air íhugar að opna bækistöð hér á landi þar sem 4-5 flugvélar yrðu staðsettar. Mannlíf greinir frá.

Þá er einnig greint frá því að félagið vonist til að hefja flug frá Íslandi strax á morgun og eru áfangastaðirnir Búdapest, Vínarborg og Lundúnir, en þær upplýsingar hafa þegar verið birtar á vef Keflavíkurflugvallar.

Samskiptastjóri Wizz Air vill ekki staðfesta við Mannlíf að félagið hyggist opna bækistöð á Íslandi, en vefurinn segir heimildir sínar áreiðanlegar.