Nýjast á Local Suðurnes

Sjómannadagsdagskrá í Duushúsum

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Reykjanesbæ með dagskrá í Duushúsum, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar.

Dagskráin hefst með sjómannamessu sem haldin verður á vegum Njarðvíkurkirkju. Sr. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir messar. Eftir messuna verður kynning Byggðasafns Reykjanesbæjar á nýjum sýningum safnsins einkum sýningu um árabátatímann í tilefni dagsins.

Í lok dagskrár er lagður krans við minnismerki sjómanna við Hafnargötu fyrir tilstilli Vísis, félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, Vélstjórafélags Suðurnesja og Verkalýðs- og sjómannafélags Suðurnesja.