Nýjast á Local Suðurnes

Stóri Plokkdagurinn á sunnudaginn

Stóri Plokkdagurinn verður haldinn sunnudaginn 30. apríl næstkomandi og eru íbúar og starfsfólk fyrirtækja í Reykjanesbæ hvattir til virkrar þátttöku í deginum og plokka í sínu næsta nágrenni eða á öðrum vel völdum svæðum.

Fyrirtæki og félagasamtök geta tekið sig saman um ákveðin svæði og fengið aðstoð frá okkur í Umhverfismiðstöðinni við að fjarlægja það sem safnast saman. Hafið samband á netfangið umhverfismidstod@reykjanesbaer.is fyrir nánari útfærslu og skipulag, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.