Nýjast á Local Suðurnes

Hætta við að halda Ljósanæturhátíð

Stýrihópur Ljósanætur ákvað á fundi sínum í morgun að aflýsa Ljósanótt 2021 sem til stóð að halda dagana 2.-5. september.

Ákvörðunin er tekin í ljósi gildandi samkomutakmarkana og þeirrar stöðu sem faraldurinn er í um þessar mundir, segir í tilkynningu á Facebook-síðu Ljósanætur.