Nýjast á Local Suðurnes

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut

Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut í vikunni þegar ferðamenn höfðu stöðvað bifreið sína úti í kanti á brautinni til að skoða GPS tæki sitt. Var þá annarri bifreið ekið aftan á hana með þeim afleiðingum að báðar voru þær óökufærar eftir.

Ökumaður og farþegi í fyrrgreindu bifreiðinni voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.