Nýjast á Local Suðurnes

Nýjar lúxuseignir sýndar í Reykjanesbæ um helgina

Þessi glæsilegu hús eru í byggingu í Dalshverfi í Inrri-Njarðvík - Mynd: Húsanes

Byggingarverktakinn Húsanes, sem sérhæfir sig í byggingu íbúðarhúsnæðis og hefur byggt um 1.500 íbúðir á 38 ára ferli, er um þessar mundir að leggja lokahönd á byggingu stórglæsilegra tvíbýlishúsa að Leirdal 29-37 í hjarta Dalshverfis í Reykjanesbæ. Þetta er afar friðsælt og fjölskylduvænt hverfi þar sem grunn- og leikskólar eru í göngufæri og er gatan Leirdalur í grónasta hluta Dalshverfis.

Um er að ræða fullbúnar lúxuseignir með öllum gólfefnum og hægt er að fá heitan pott með öllum eignum.

Eignirnar eru sérstaklega vandaðar með sérsmíðuðum innréttingum og granít á borðum. Stórar 60×60 flísar á öllum gólfum ásamt gólfhita. AEG heimilistæki og LED lýsing innan- og utandyra í öllum eignum. Jarðhæðinni fylgir 58 m2 sólpallur og efri hæðinni fylgir fullbúinn flísalagður bílskúr og 67,5 m2 þaksvalir. Garður er fullfrágenginn og hægt að fá heitan pott með öllum eignum. Bílastæði eru hellulögð með hitalögn í gönguleið ásamt upplýstum blómakerum og náttúrusteini. Jarðhæðin er 120 m2 og efri hæðin 133,8 m2 með bílskúr. Allar eignir eru 4ra herbergja.

Verð eigna er 47 m.kr. Möguleiki er á viðbótarfjármögnun frá seljanda.

Afhending frá desember 2017 og nánari upplýsingar má finna á www.husanes.is eða hjá Eignasala.is í síma 420-6070 (eignasala@eignasala.is) og Sigrúnu Sigurðardóttur hjá Þingholti í síma 773-7617 (sigrun@tingholt.is).

Sölusýning verður að Leirdal 35 á laugardag og sunnudag frá kl. 13 – 16.

Allir hjartanlega velkomnir í kaffi og konfekt, húsin standa við bláan byggingarkrana.

Nánar er fjallað um málið á Visir.is og þar má sjá fleiri myndir af eignunum. Sjón er sögu ríkari!

http://www.visir.is/g/2017171128625/storglaesileg-tvibylishus-i-reykjanesbae-