Páll Magnússon mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Páll Magnússon mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Páll fékk rétt rúmlega 45% atkvæða í fyrsta sætið. Alþingismennirnir Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason lentu í 2. og 3. sæti.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra er í fjórða sæti listans og Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, er í fimmta sæti.
Alls tók 4.051 sjálfstæðismaður þátt í prófkjörinu en af þeim voru 150 seðlar auðir og ógildir. Á kjörskrá voru 9.568 og er kjörsókn því 42%.