Nýjast á Local Suðurnes

Páll Magnússon mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Páll Magnús­son mun leiða lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi. Páll fékk rétt rúmlega 45% at­kvæða í fyrsta sætið. Alþing­is­menn­irn­ir Ásmund­ur Friðriks­son og Vil­hjálm­ur Árna­son lentu í 2. og 3. sæti.

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra er í fjórða sæti list­ans og Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, alþing­ismaður, er í fimmta sæti.

Alls tók 4.051 sjálf­stæðismaður þátt í próf­kjör­inu en af þeim voru 150 seðlar auðir og ógild­ir. Á kjör­skrá voru 9.568 og er kjör­sókn því 42%.