Nýjast á Local Suðurnes

Festa tapar 300 milljónum króna á GAMMA

Lífeyrissjóðurinn Festa hefur fært niður eignir vegna Gamma: Novus. Bók­­fært tap vegna fjár­­­fest­inga í sjóðnum nemur um 300 millj­­ónum króna. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 og var þar staðfest af framkvæmdastjóra Festu.

Töluverð fjöl­miðlaum­fjöll­un hefur verið í gangi síð­ustu daga um mál­efni Gamma Capi­tal Mana­gement, en greint var frá því á mánu­dag að sam­kvæmt hálfs­árs­upp­gjör Gamma: Novu­s-­sjóðs­ins í fyrra hafi eigið fé hans verið 4,8 millj­arðar króna, en stæði í dag í 42 millj­ónum króna. Þá hefur verið greint frá því að hópur hlut­deild­ars­kirtein­is­hafa ­kanni nú rétt­ar­stöðu sína um hvort refsi­verð hátt­semi hafi átt sér stað í tengslum við starf­semi sjóðs­ins.