Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík kemur vel út úr þjónustukönnun

Þriðja árið í röð kemur Grindavíkurbær afar vel út úr þjónustukönnun Gallup, en 19 stærstu sveitarfélög landsins taka þátt í henni. Í sjö tilvikum af þrettán mælist ánægja með þjónustu hærri en árið 2015, og var útkoman þó mjög jákvæð það ár.

Samanburður við önnur sveitarfélög er Grindvík mjög í hag og er Grindavík í í efstu sætum í nokkrum flokkum. Má þar nefna að þegar spurt er um ánægju með þjónustu við barnafjölskyldur er sveitarfélagið við í 2. sæti og hækkar um eitt sæti síðan í fyrra. Þá er ánægja með þjónustu grunnskólans, sem stekkur upp um 7 sæti frá síðustu könnun.

Grindavíkurbær deilir svo 1. sætinu með nokkrum öðrum sveitarfélögum þegar spurt er um ánægju með aðstöðu til íþróttaiðkunnar.

Nánar verður fjallað um niðurstöður úr könnuninni á vefsíðu Grindavíkurbæjar á næstu dögum sem og í næsta tölublaði Járngerðar.