Nýjast á Local Suðurnes

Tæplega 60% íbúa mjög andvígur stóriðju í Helguvík

Tæplega 60 prósent íbúa í Reykjanesbæ sögðust vera mjög andvígir uppbyggingu stóriðju í nýrri könnun Gallup. Árið 2017 voru 53 prósent mjög andvíg og 18 prósent frekar andvíg uppbyggingu stóriðju í Helguvík.

Í könnuninni voru íbúar einnig spurðir hversu hlynntir þeir væru uppbyggingu stóriðju ef tryggt væri að hún uppfyllti ströngustu umhverfiskröfur. 48 prósent eru því mjög eða frekar andvíg, 13 prósent svöruðu hvorki né og um 39 prósent eru mjög eða frekar hlynnt því.

Gallup gerir árlega kannanir á þjónustu sveitarfélaga, fyrir þau sveitarfélög sem það kjósa, og voru spurningarnar hluti af slíkri könnun. Hún var gerð á tímabilinu 7. nóvember 2018 til 2. janúar 2019. 278 svöruðu könnuninni.