Nýjast á Local Suðurnes

Skora á bæjaryfirvöld að útvega húsnæði undir bardagaíþróttir

Hnefaleikafélag Reykjaness þarf að öllum líkindum að finna nýtt húsnæði undir starfsemi sína á næstu misserum, þar sem gamla Sundhöllin í Reykjanesbæ verður líklega seld. Húsnæðið hefur verið á sölu í langan tíma, en Suðurnes.net greindi frá því snemma á síðasta ári að Reykjanesbær vildi losna við húsnæðið, sem er í slæmu ásigkomulagi.

Í pistli sem Björn Snævar Björnsson skrifar á Facebook kemur fram að Júdó- og Tae Kwon Dodeildin séu með samning til áramóta um aðstöðu á Iðavöllum og því stefni í að þær íþróttir verði einnig án húsnæðis fljótlega.

Í pistli sínum bilar Björn Snævar til bæjaryfirvalda að finna íþróttunum sameiginlega langtíma aðstöðu sem fyrst, enda séu þær vinsælar með mörg hundruð iðkendur á öllum aldri.

“Af hverju er bærinn ekki að kaupa sundhöllina og byggja við til að hýsa allar íþróttirnar á lóðinni? Af hverju er okkur hent á skammtímalistan þegar við getum orðið fyrsta bardagahöll rekin af bæjarfélagi?” Spyr Björn Snævar meðal annars í pistli sínum.