Nýjast á Local Suðurnes

Árni Árna með geislavirkan föstudagspistil

Fulltrúar frá Bandaríkjunum hafa verið að skoða aðstæður með það í huga að senda hingað her að nýju, en nú þegar eru komnar 13 herþotur til landsins. Það væri ekki leiðilegt að fá herinn aftur á Miðnesheiðina. Ég ólst upp með þessu vinarlega fólki sem þar dvaldi og ekki má gleyma hvað Bandaríkin gerði fyrir landið okkar. Þar má nefna atvinnutækifærin sem hernum fylgdi, steypti vegurinn sem flestir þekkja sem Reykjanesbraut og síðast en ekki síst voru hermennirnir iðnir við að leggja sitt af mörkum við að fjölga landanum. Já það má með sanni segja að þeir sáðu margir hverjir í frjóan svörð þess sjarmatröll.

local

Árni Árnason

Þá eru samkynhneigðir viðurkenndir í herinn þannig að hver veit nema maður lendi bara í ástandinu. En það má samt frá því segja að samkynhneigðir íslenskir karlmenn á tímum hernámsins fóru huldu höfði í samfélaginu, en margir þeirra áttu í ástarævintýrum við ameríska hermenn. Sumt er bara á yfirborðinu í dag sem betur fer.

Getur einhver sagt mér af hverju fangar ættu að fá atvinnuleysisbætur? Talandi um aumingjavæðinguna sem vinstri flokkarnir berjast fyrir. Núna vill Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn að fangar fái atvinnuleysisbætur. Ég biðst afsökunar ef ég er að kafna úr hroka en sá sem gerist brotlegur við lög í þessu landi gerir það á eigin ábyrgð. Ef viðkomandi er staðinn að verki og dæmur til refsingar þá er það hans að taka afleiðingunum. Við borgum húsnæði og fæði á meðan afplánun stendur yfir og eigum við þá líka að millifæra á reikningana þeirra? Hvað mega þeir neita oft um vinnu Eigum við líka ekki bara að senda fanga á Hilton hótelið á bótum svo þeir eigi fyrir barreikningnum?

Fótboltinn er greinilega sterkt afl í hugum íslendinga. Eftir eftirgrennslan blaðamanns á Morgunblaðinu liggur fyrir að kirkjur landsins munu standa tómar á háannatíma næsta sumar á meðan íslenska landsliðið leikur á EM. Ég verð að viðurkenna að það kemur á óvart að það eru greinilega einhverjir þarna úti sem eru enn húsbóndar á sínu heimili.

Það er sagt að fólk sé fljótt að gleyma þegar kemur að kosningum. Það er örugglega eitthvað tilí því og þess vegna fagna ég að Ólína Þorvarðardóttir hefur tekið sæti á Alþingi. Kjósendur sturtuðu þessari elsku niður í síðustu kosningum (Guði sé lof) og gott að fá upprifjun núna af hverju svo hægt sé að sturta henni niður næst líka.

Eitt er ég ekki að skilja í mínum gamla ástkæra heimabæ, Reykjanesbæ. Íbúar stóðu fyrir mótmælum vegna kísilverksmiðu sem er í fullum undirbúningi í Helguvík. Ákveðið hefur verið að standa fyrir íbúakosningu varðandi málið í nóvember sem er þó ekki bindandi. Framkvæmdir eru komnar vel á veg og í fullum gangi. Nú í vikunni veitti Umhverfisstofnun verksmiðjunni starfsleyfi svo allt er til reiðu. Eru íbúar í Reykjanesbæ að láta blekkja sig ? Kjósa um verksmiðju sem er nánast risin og komin með tilskilin leyfi ? Af hverju að kjósa þá og hvað þá þegar kosningin er ekki bindandi. Þarna er verið að eyða fjármagni og tíma í innihaldslausar kosningar. Þetta minnir einna helst á íbúalýðræðið í Reykjavíkurborg þar sem hægt er að kjósa hvort fjármagn fari í göngustíg eða blómaker – falskt vald til fólksins.

Ísraelsstjórn hefur hætt árásum á Palestínu og skilað gazasvæðinu eftir sláandi viðskiptaþvinganir Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í borgarstjórn fyrr í vikunni – NEI DJÓK ! Kjánahrollsfrétt vikunnar er án efa samþykki meirihluta borgarstjórnar um viðskiptaþvinganir á Ísrael. Hræsnin í málnu er að Krulli borgarstjóri þáði heimboð frá kínverskum stjórnvöldum þar sem megin þorri mannréttindabrota er framin í heiminum. Þetta segir okkur að það er nóg að senda Samfylkingunni boðskort og borga undir rassgatið á þeim þá líta þau með glöðu geði undan og láta sem ekkert sé. Í Kína eru milljónir barna munaðarlaus og þá sér í lagi stúlkur og þvílíkur fjöldi stúlkubarna eru drepin á hverju ári. Það er allt í lagi miðað við hugsjónir þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn.

Ég ákvað að skoða hvaða vörur eru fluttar inn frá Ísrael, jú það er einna helst natríumtrífosfat sem notað er í matvælaframleiðslu. Þetta er mesti brandari ársins og gaman væri að fá að vita hvaða vörur borgin kaupir sem framleiddar eru í Ísrael, eru Soda Streamtæki á kaffistofunum? Þá langar mig líka að vita hversu langan tíma tók að ræða málið í borgarstjórn, bara til að reikna út miðað við að borgin er að tapa 700.000 á klukkustund. Hvað kostaði umræðan um viðskiptaþvinganirnar okkur skattgreiðendur? Er það virkilega svo að borgarstjórnarmeirihlutinn er ekki jarðtengdari en það að þar er verið að dunda við að setja á viðskiptaþvinganir? Væri ekki nær að eyða tímanum í aðgerðir svo að borgin fari ekki í greiðslustöðvun. Kjánaprik vikunnar er Krulli sukkstjóri, eina ferðina enn.

Nú skil ég af hverju Icelandair vill ekki ráða eldri flugliða en 35 ára. Það er ekki fyrir fólk á miðjum aldri að standa í eltingaleik við nagdýr í háloftunum. Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson slær því föstu að villidýrið sem skaust til fóta á milli farþega í flugi frá Ameríku til Íslands hafi verið rotta. Icelandair dregur úr málinu og telur um hamstur sé að ræða. Flugvélin hefur verið tekin úr umferð enda finnst laumufarþeginn ekki. Ég verð nú að segja fyrir mitt leiti að það hefði mátt bjóða mér eitthvað annað en að vera fastur í háloftunum með rottu dansandi vil lappirnar á mér. En ég hefði án efa hjálpað til þar sem ég hefði gefið frá mér hátíðni öskur sem hefði banað kvikindinu – ég hefði kannski fengið frímiða út á morðið í háloftunum.

Góða helgi