Nýjast á Local Suðurnes

Hreinsuðu upp eftir steypubílahreinsun

Mynd: Skjáskot Facebook

Steypuframleiðandinn Steypustöðin sendi vaska menn í að þrífa upp steypu sem bílstjórar fyrirtækisins losuðu á vegslóða við vinsælt útivistarsvæði barna í Njarðvík í gær. Kvartað hafði verið til fyrirtækisins og lögreglu vegna málsins sem aðhöfðust ekkert vegna málsins fyrr en greint hafði verið frá því á vinsælum vettvangi íbúa Reykjanesbæjar á Facebook og á vef Suðurnes.net.

Fyrirtækinu var ekki borin vel sagan á Fésbókarsíðu bæjarbúa og ljóst að umræður um málið höfðu áhrif því í kjölfar birtingarinnar voru menn mættir til hreinsunarstarfa á svæðinu.